Kynjaverur á sveimi

Öskudagurinn var 5. mars og þennan dag mætti stór hluti nemenda og starfsfólks í búningum í skólann. Það mátti sjá allskonar kynjaverur á sveimi um skólann. Nemendur í 6. – 10. bekk fóru í ratleik þar sem þau gengu um skólann og leystu ýmis verkefni. Nemendur í 1. - 5. bekk voru í ýmsum leikjum, spilum og þrautum í kennslustofunum. Ekki var annað að sjá og heyra en að nemendur og starfsfólk hefðu gaman af þessu uppbroti. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmilega degi.