Kynning á Fisktækniskólanum

Nemendur í 10. bekk fengu kynningu á námsmöguleikum í Fisktækniskólanum í morgun. Það var Páll Valur Björnsson kennari og umsjónamaður grunnnáms við skólans sem sá um kynninguna. Fór hann yfir starfsemi skólans og námsleiðir. Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára gunnnám sem byggt er upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Í starfsnámi er leitast við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað /vetfang með hliðsjón af áhugasviði hvers og eins t.d sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi. Hann er með höfuðstöðvar í Sandgerði en var áður í Grindavík.
Námar má kynna sér starfsemi skólans á heimasíðu skólans: fiskt.is/