Litla upplestrarkeppnin
Litla upplestrarkeppnin fór fram á sal skólans í dag. Nemendur í 4. bekk lásu upp fjölbreyttan texta. Um var að ræða sögur, málshætti o.fl.. Einnig voru tvö tónlistaatriði. Magni Sær sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar í ár kom og las upp ljóð. Sönghópur stúlkna í 5. bekk tók eitt lag. Litla upplestrarkeppnin er liður í læsi hvetjandi verkefnum skólans. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá keppninni.