Litlu jól Háaleitisskóla
Það ríkti sannkölluð jólagleði í skólanum í dag þegar litlu jólin fóru fram. Starfsfólk skólans og nemendur mættu prúðbúin í sal skólans, brosandi út að eyrum og tilbúin að ganga í kringum jólatréð með undirleik Sindra Kristins og Daggar. Að jóladansleik loknum var farið í heimastofur þar sem var boðið upp á heitt kakó, piparkökur og jólasaga lesin fyrir nemendur. Gleðin skein úr hverju andliti og allir skemmtu sér konunglega.
Við, starfsfólk Háaleitisskóla viljum nota tækifærið og senda ykkur, kæru foreldrar og forráðamenn, okkar bestu jólakveðjur. Þökkum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Megi hátíðarnar verða ykkur gleðiríkar og friðsælar. Við hlökkum til að sjá alla aftur hressa og káta 5. janúar 2026.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.




