5. september 2025

Ljósanótt í skólanum – tónleikar og skrúðganga

Ljósanótt í skólanum – tónleikar og skrúðganga

Í dag héldum við hátíðlega upp á Ljósanótt í skólanum okkar. Nemendur tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá á sal skólans þar sem ríkjandi var mikil stemning. Börnin sungu saman lög sem þau hafa æft undanfarið og dönsuðu af miklum fögnuði. Eftir það var farið í skrúðgönguna.

Að loknum hátíðarhöldum fengu allir nemendur pítsu í hádegismat, sem vakti mikla lukku. Börnin fóru heim ánægð og glöð eftir viðburðaríkan dag.

Við þökkum öllum nemendum fyrir frábæra þátttöku og góða framkomu á þessum skemmtilega degi.

Gleðilega Ljósanótt🙂

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær