13. mars 2025

Magni Sær vann Stóru upplestrarkeppnina

Magni Sær vann Stóru upplestrarkeppnina

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær í Hljómahöll.  Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert. Áður höfðu skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa hver. Fjórtán keppendur tóku því þátt að þessu sinni, tveir frá hverjum skóla.

Fulltrúar Háaleitisskóla voru þau Elena Lilja og Magni Sær en þau unnu undarkeppnina sem fór fram í skólanum 27. febrúar.  Magni Sær gerði sér lítið fyrir og vann keppnina og Elena Lilja stóð sig einnig frábærlega.  Við óskum Magna til hamingju með frábærann árangur. Sjá frétt á vefsíðu Reykjanesbæjar.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær