20. febrúar 2025

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn

Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kom í heimsókn í Reykjanesbæ fimmtudaginn 20. febrúar ásamt starfsmönnum ráðuneytisins.  Ástæða heimsóknarinnar var að kynna sér starfsemi Reykjanesbæjar þá aðalega það sem snýr að velferðar, barna og menntamálum.  Kynninginn fór fram í húsnæði Friðheima sem staðsett er í gamla Offiseraklúbbnum.  Kjartan Már bæjarstjóri Reykjanesbæjar bauð ráðherra og aðra gesti velkomna og var með stutt erindi.  Helgi Arnarson sviðstjóri menntasviðs og Hera Ósk sviðstjóri velferðarsviðs fóru yfir mennta og velferðarmál sveitarfélagsins. Eva Björk deildarstjóri Friðheima fór yfir sögu og starfsemi Friðheima. Þá var komið að Hörpu Mjöll sem fór yfir stöðu á ÍSAT sem er íslenska sem annað tungumál. Hilma og Vilborg teymisstjórar á velferðarsviði fóru yfir velferð barna og fjölskyldna þeirra í sveitarfélaginu.  Að lokum var boðið upp á fyrirspurnir og umræður

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær