20. nóvember 2025

Nemandi í Háaleitisskóla á texta sem hefur verið valinn til birtingar á mjólkurfernum MS

Nemandi í Háaleitisskóla á texta sem hefur verið valinn til birtingar á mjólkurfernum MS

 Nemandi í Háaleitisskóla á texta sem hefur verið valinn til birtingar á mjólkurfernum MS í tengslum við Fernaflug. Um 1.200 textar bárust í keppnina og verða alls 48 þeirra birtir á fernunum, þannig að við erum einstaklega stolt af þessum frábæra árangri.

Við gerum ráð fyrir að nýju Fernuflugs fernurnar með texta nemandans okkar verði komnar í verslanir landsins fljótlega eftir áramót. Þetta er mikill heiður fyrir nemandann og skólann okkar.

Við hvetjum alla til að fylgjast með og halda augum opnum fyrir þessum skemmtilega árangri þegar fernurnar koma í verslanir.

Ýmir Breki Bjarkason á textann og er í 8.bekk

Hvað er að vera ég?

Ég klæðist hugmyndum sem aðrir hafa saumað á mig,
tala með rödd sem er ekki mín.
En í þögninni heyri ég hjartað mitt.
Það slær,
ekki fyrir aðra heldur fyrir mig.
Kannski er að vera ég ekki eitthvað sem finnst,
heldur eitthvað sem ég smíða,
eitt orð,
einn andardrátt í einu.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær