Nýr aðstoðarskólastjóri

Jurgita Milleriene hefur verið ráðin aðstoðarskólastóri Háaleitisskóla. Jurgita var áður deildarstjóri yngsta stigs skólans. Hún mun gegna því starfi áfram að hluta til. Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri lætur af störfum eftir þetta skólaár. Jóhanna hefur starfað við skólann í 12 ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri en einnig sem skólastjóri. Þökkum við henni fyrir gott starf fyrir skólann síðustu ár, jafnframt sem við bjóðum Jurgitu velkomna í starf aðstoðarskólastjóra.