22. febrúar 2023

Samráð við börn með sérfræðingi í þátttöku barna og ungs fólks hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Samráð við börn með sérfræðingi í þátttöku barna og ungs fólks hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Tinna Rós sérfræðingur í þátttöku barna og ungs fólks hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu heimsótti Háaleitisskóla í gær, 21. febrúar, og spjallaði við nemendur í Réttindaráðinu og fékk að heyra þeirra álit og hugmyndir varðandi skólaþjónustu á Íslandi.
Nánar um verkefnið.
Nú stendur yfir verkefni þar sem við í ráðuneytinu erum að eiga samtöl við börn og ungt fólk allstaðar að af landinu til að skoða þeirra sýn á skólaþjónustu á landinu. Þeirra skoðanir verða svo teknar til greina við vinnslu nýs frumvarps til laga, um skólaþjónustu. Í þessari vinnu leggjum við mikla áherslu á að heyra í börnum í mismunandi aðstæðum.
  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær