Samskiptasáttmáli starfsfólks Háaleitisskóla
Í gær, mánudaginn 23. september vann starfsfólk Háaleitisskóla hörðum umhyggjusömum höndum að samskiptasáttmála. Unnið var að sáttmálanum út frá gildum skólans þar sem yfirskriftin er menntun og mannrækt. Markmið sáttmálans er að tryggja að samskipti meðal okkar allra séu skilvirk, jákvæð og lausnamiðuð. Með því að tileinka sér innihald sáttmálans er grundvöllur fyrir að byggja upp traust og samvinnu, sem stuðlar svo að enn betri samskiputm og árangri innan veggja skólans. Samvinna að sameiginlegri stefnu er lykilatriði að árangri.
Þess má geta að þetta er fyrsti áfangi að því leiðarljósi að um áramót sé samskiptasáttmáli Háaleitisskóla fullmótaður, sáttmáli sem allir eiga þátt í að móta