5. september 2025

Stórkostleg setning Ljósanætu

Stórkostleg setning Ljósanætu

Þann 3. september tóku nemendur úr 3., 7. og 10. bekk þátt í hinni árlegu setningu Ljósanætur.

Þessi glæsilega setningarhátíð er sannkallað upphaf að yndislegri Ljósanótt og endurspeglar svo vel þann samhug og gleði sem einkennir skólasamfélag okkar.

Hátíðardagskráin hófst með því að Ljósanæturfáninn var dreginn að húni, ásamt flutningi á hinu fallega Ljósanæturlagi, sem bergmálaði um hverfið og fyllti loftið af gleði og eftirvæntingu.

Sérstakir gestir dagsins voru engir aðrir en VÆB-bræðurnir, sem sköpuðu ógleymanlega stemningu. Það var einstaklega gefandi að sjá gleðina skína úr andlitum nemenda sem dönsuðu og sungu af innlifun.

Við erum stolt af nemendum okkar sem tóku virkan þátt og skemmtu sér rosalega vel

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær