17. september 2025

Sjötta hvert barn

Háaleitisskóli tekur þátt í UNICEF-verkefninu: „Sjötta hvert barn“

Háaleitisskóli er réttindaskóli UNICEF og í ár beinum við sjónum okkar að þeirri alvarlegu staðreynd að eitt af hverjum sex börnum í heiminum býr við afleiðingar stríðs og átaka.

Við tökum þátt í þessu mikilvæga málefni með því að vera hluti af myndlistasýningunni „Sjötta hvert barn“ á vegum UNICEF á Íslandi, sem haldin verður þann 20. nóvember, á Alþjóðadegi barna. Sýningin fer fram í Reykjavík og verður meðal stærstu myndverkasýninga sem settar hafa verið upp hér á landi. Hún verður jafnframt sett upp á veggjum Háaleitisskóla.

Nemendur í 5., 6. og 7. bekk Háaleitisskóla tóku þátt í verkefninu undir handleiðslu Silviu V. Björgvinsdóttur, myndmenntakennara skólans. Þátttakan fólst í því að nemendur teiknuðu mynd af barni – hvort sem var sjálfsmynd eða ímyndað barn.

Sýningin ber ekki aðeins listaverkin sjálf fram, heldur einnig kraftmikla skilaboð:

Sjötta hver mynd verður sérstaklega merkt til að sýna fram á þann raunveruleika að sjötta hvert barn í heiminum lifir við afleiðingar stríðs og átaka.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær