Skólasetning 2025-2026

Heil og sæl kæru foreldrar/forráðamenn,
Nú er komið að þeim tímapunkti sem kemur á hverju ári, skólasetning nemenda okkar. Spennandi og skemmtilegir tímar framundan.
Skólasetning: 1. bekkur er í viðtölum 25. ágúst og hefja sína hefðbundnu skólagöngu þriðjudaginn 26. ágúst samkvæmt stundatöflu. Þess má geta að frístund er ekki opin fyrir 1. bekk mánudaginn 25. ágúst.
Fyrir 2. til 10. bekk er skólasetning mánudaginn 25. ágúst kl. 08:30. Nemendur mæta í sína heimastofu og lýkur skóladeginum kl. 09:30. Hefðbundið skólastarf hefst svo hjá öllum nemendum þriðjudaginn 26. ágúst kl. 08:15 samkvæmt stundatöflu.
Hlakka til samstarfsins á komandi skólaári. Lykillinn að farsælu skólastarfi er góð samvinna heimilis og skóla.