Skólastarf 2025-2026
Kæru foreldrar/forráðamenn,
Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir ánægjulegt og gott samstarf á liðnu ári.
Við hlökkum til að taka á móti nemendum á ný og halda áfram öflugu skólastarfi á komandi ári. Skólastarf hefst aftur eftir jólafrí mánudaginn 5. janúar. Vinsamlegast athugið að kennsla hefst kl. 09:00 þann dag og lýkur kl. 11:15. Nemendur mæta til umsjónarkennara í sínar heimastofur. Frístund verður opin eftir að skóladegi lýkur.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar eruð þið velkomin til að hafa samband við mig í gegnum netfangið unnar.s.sigurdsson@haaleitisskoli.is.
Hlökkum til að sjá ykkur.




