Skráning í Skólamat
SKRÁNING Í ÁSKRIFT HEFST KL 9:00 ÞRIÐJUDAGINN 22. ÁGÚST 2023
Kæru foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna
„Fyrir mikilvægasta fólkið“ eru einkunnarorðin okkar hjá Skólamat en við viljum að barnið þitt njóti góðrar næringar í amstri dagsins. Á hverjum degi bjóðum við upp á tvo næringarríka aðalrétti, þar af er annar ávallt vegan. Meðlætisbar er í boði daglega og á honum má finna fjölbreytt úrval af fersku grænmeti og ávöxtum.
Á heimasíðu Skólamatar, www.skolamatur.is, finnur þú upplýsingar um matseðla, innihaldslýsingar og næringarútreikning allra máltíða. Þar geturðu einnig skráð þig á póstlista og fengið matseðilinn í tölvupósti.
Við erum duglegað deila upplýsingum og öðrum fróðleik á samfélagsmiðlunum okkar. Þú getur fylgt okkur þar: Instagram: @skolamatur_ehf Facebook: @skolamatur Information in english and polish |