5. nóvember 2025

Stóra LEGO-keppni grunnskólanna

Stóra LEGO-keppni grunnskólanna

FIRST® LEGO® League Ísland fer fram í Háskólabíó, laugardaginn 8. nóvember. Í ár er 20 ára afmæli FLL á Íslandi og því verður sérstaklega glæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Keppnin hefst kl. 09:30 en húsið opnar almenningi kl. 13:00. Þess má geta að mögulegt er að nálgast keppnina í beinu streymi - https://vimeo.com/event/5484260/embed/a7dcace10b/interaction

 

Að þessu sinni eru keppnisliðin samtals 19 og keppendur um 170 víðsvegar af landinu. Þemað að þessu sinni er Uppgröftur sem er innblásið af fornleifafræði. Keppnisdagskráin er eftirfarandi: Vélmennakappleikur í stóra sal, nýsköpunarverkefni í sal 2, kynningar á básum í anddyri. Fjölskyldudagskráin hefst svo eftir hádegi þegar húsið opnar í Vísindasmiðju HÍ, fræðslusmiðjur með Fornleifafræði HÍ og Árnastofnun, auk einfaldra LEGO-þrauta

 

Komið og hvetjið okkar lið til sigurs.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur í Háskólabíó 8. nóvember.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær