20. september 2024

Styrkur til tækjakaupa og forritunarkennslu

Styrkur til tækjakaupa og forritunarkennslu

Nýlega fékk skólinn styrk úr sjóðnum Forritarar Framtíðarinnar. Styrkurinn verður nýttur til kaupa á smátækjum til forritunar- og tæknikennslu. Einnig fékk skólinn styrk til halda námskeið fyrir starfsfólk í forritun- og tæknikennslu. Eins og áður hefur komið fram fékk skólinn einnig fartölvur verða notaðar í tækni- og forritunarkennslu.

Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar” er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni aðila atvinnulífsins.

Þótt börn og unglingar verji miklum tíma í notkun tækni er nauðsynlegt að þau fái þá þjálfun og þekkingu sem þarf til þess að þau geti nýtt sér tæknina í víðari skilningi.

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær