21. ágúst 2025

Sumarlestur📖

Sumarlestur📖

Nú er sumarlestur bókasafnsins að ljúka, og þriðjudaginn 26. ágúst er síðasti séns fyrir krakkana að skila inn happamiðum og vegabréfum til að taka þátt. Sama dag verður síðasti úrdrátturinn, þar sem kemur í ljós hvaða skóli verður sigurvegari í ár.
Það er hægt að skila miðum í Stapasafn, Aðalsafn eða í kassann sem stendur á bókasafninu í skólanum.
Uppskeruhátíð sumarlestursins verður þann 28. ágúst kl. 16:00, þar sem vinningsskólinn verður kynntur og svo verður bingó með skemmtilegum vinningum.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær