Tappalistaverkið sett upp

Á þemadögum í lok nóvember var búið til glæsilegt tappalistaverk. Það var unnið af nemendum undir leiðsögn nokkurra kennara. Á því má sjá jörðina umvafða hjörtum og regnboga. Nú er búið að koma listaverkinu fyrir úti á vegg skólans við inngang yngstu nemenda.