18. október 2023

Þriðjudagurinn 24. október - Kvennaverkfall

Þriðjudagurinn 24. október - Kvennaverkfall

Ágætu foreldrar nemenda í Háaleitisskóla.

 

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Konur og kvár sem það kjósa munu þá leggja niður störf.

Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun en þó í samráði við sína stjórnendur.

Konur í Háaleitisskóla sem eru kennarar og stuðningsfulltrúar hafa tilkynnt okkur stjórnendum skólans að það ætli að leggja niður störf þennan dag. Við gerum einnig ráð fyrir að einhverjir karlmenn sem eiga ung börn verði frá vinnu þennan dag vegna lokunar á leikskólum.

Skólastarf og frístundastarf í Háaleitisskóla fellur því niður þriðjudaginn 24. október þar sem við getum ekki sinnt kennslu né gæslu þann dag. 

 Kær kveðja skólastjórn

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær