13. febrúar 2025

Tvö lið komin áfram í Greindu betur

Tvö lið komin áfram í Greindu betur

Það eru 2 lið frá Háaleitisskóla sem tóku þátt í keppninni Greindu betur og eru bæði liðin komin í úrslit. Það voru 83 lið sem kepptu í sama flokki. Það eru 17 lið sem halda áfram í undankeppnina. Keppendur eru : Marko, Filip, Oliwia, Nadia og Árni allir nemendur í 10. bekk

Greindu betur er liðakeppni í upplýsingalæsi og skilning á tölfræðiupplýsingum. Keppninni er ætlað að veita ungu fólki á aldrinum 14-19 ára tækifæri til þess að efla hæfni sína í því að nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt. Keppt er í tveimur aldursflokkum, yngri flokki (9.-10. bekkur í grunnskóla) og eldri flokki (1.-3. ár í framhaldsskóla).


Keppendur vinna saman í 2–3 manna liðum við að svara 30 krossaspurningum sem meta skilning á tölfræðiupplýsingum. Bestu liðin fá þátttökurétt í úrslitakeppnina þar sem keppendur útbúa glærukynningu á rannsókn sem unnin er út frá gögnum Hagstofunnar. Sigurlið Greindu betur er síðan boðið að taka þátt í Evrópukeppninni.
Hér má sjá nánari upplýsingar um keppnina

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær