28. maí 2025

UNICEF hreyfingin 2025

UNICEF hreyfingin 2025

UNICEF Hreyfingin er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Markmið þess er að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum víða um heim.
Í ár safnaði UNICEF á Íslandi saman spurningum barna um stríð og áhrif þess á börn. Í myndbandinu svarar Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi nokkrum af þessum spurningum sem tengjast lífi barna sem búa á stríðshrjáðum svæðum. Allir nemendur Háaleitisskóla horfðu á myndbandið og það leiddi af sér góðar og uppbyggilegar umræður.
Miðvikudaginn 28. maí var uppbrot á skólastarfinu frá kl. 10:00 til 11:15 þar sem UNICEF-hreyfingin fór fram. Settar voru upp stöðvar víðsvegar um og við skólann, þar sem boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega hreyfingu. Meðal annars voru dansstöð, skot á mark, armbeygjur, reipitog, froskahopp, staðbundið skokk og blöðrukeppni.
Nemendur söfnuðu svo límmiðum í heimspassann sinn þegar þau höfðu lokið við verkefnið á hverri stöð. Áður en nemendur tóku þátt í UNICEF - Hreyfingunni fengu þau fræðslu um réttindi sín og ólíkar aðstæður jafnaldra sinna í öðrum löndum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær