Útskrift 10. bekkjar
Útskrift nemenda úr 10 bekk skólans fór fram við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 4. júní á sal skólans. Jóhanna skólastjóri bauð nemendur, foreldra og starfsfólk velkomið og var með stutt ávarp. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Einnig fékk skólahreystilið skólans viðurkenningu fyrir þátttöku sína. Aðalheiður Sara Róbertsdóttir formaður nemendafélagsins flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Tveir nemendur úr árganginum voru með tónlistaratriði. Allir nemendur fengu svo trefla merkta skólanum og rós í kveðjugjöf. Að lokinni athöfn var boðið upp á veitingar.