Valgreinar
Nemendur í 8. – 10. bekk eru í valgreinum sem hluti af námi sínu. Valgreinar eru kenndar í 12 vikur í þrem lotum
Tímabil valgreina er eftirfarandi
1. lota hefst 2. september og lýkur 22. nóvember
2. lota hefst 25. nóvember og lýkur 28. febrúar
3. lota hefst 3. mars og lýkur 23. maí
Valgreinar eru ekki aukagreinar. Þær eru jafn mikilvægar og skyldu námsgreinarnar og kröfur um ástundun og árangur eru á engan hátt minni í valgreinum en í skyldunámsgreinum. Tilgangur með valfrelsi er að gera nemendum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform. Þeir þurfa að horfa til framtíðar, gera upp við sig hvert þeir vilja stefna og meta af raunsæi hvað þeir þurfa að gera til að ná takmarki sínu.