Verðlaun í friðarveggspjaldakeppni
Nýlega fékk Ólafur Fenrir Viktorsson nemandi í 7. bekk skólans verðlaun í friðarveggspjaldakeppni hjá Lions. Þetta er alþjóðleg keppni og var þemað í ár „Friður án takmarka“. Myndin hans Ólafs er mynd af jörðinni og hvítri dúfu. Ólafur fékk viðurkenningaskjal og peningaverðlaun. Þessi verðlaun veita honum tækifæri til að komast í undankeppnina hér á landi um það hvaða verk fer í aðalkeppnina.
Friðarveggspjaldakeppnin var fyrst haldin 1988 og markmiðið er að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri á skapandi hátt hugmyndum sínum varðandi heimsfrið og miðla framtíðarsýn sinni til umheimsins. Um það bil 600.000 börn frá 75 löndum taka þátt í keppninni árlega. Lions á Íslandi styrkir keppnina og er hún opin grunnskólabörnum á aldrinum 11 - 13 ára.
Hvert ár er valið þema til að vekja ímyndunarafl nemendanna. Tjáning, listrænt gildi og frumleiki eru þau þrjú viðmið sem notuð eru til að meta veggspjöldin á öllum dómstigum.