29. mars 2019

Árshátíð 2019

Árshátíð 2019

Árshátið Háaleitisskóla verður haldin fimmtudaginn 4. apríl nk. Í ár verður árshátíðin tvískipt fyrir 1. – 4. bekk og svo 5. – 10. bekk. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag og er frístund lokuð.

Foreldrar/forráðamenn, eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur og ömmur og afar eru einnig velkomin. Eftir dagskrá á sal eru börn í umsjá foreldra/forráðamanna sinna.

Sú hefð hefur skapast að vera með kaffiveitingar fyrir árshátíðargesti að lokinni skemmtidagskrá og er skilgreint hér að neðan hvað óskað er eftir að foreldrar komi með. Veitingum skal skila inn í íþróttahús áður en að skemmtidagskrá hefst og minnum við á að áhöld séu vel merkt svo þau komist örugglega til skila aftur.

Skemmtidagskrá yngra stigs (1. - 4. bekkjar) hefst á sal skólans klukkan 09:00.

Nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 08:45 og sitja þeir með sínum árgangi í merktum sætaröðum á meðan dagskrá stendur.

Foreldrar nemenda í 1. bekk eru beðnir um að koma með tveggja lítra gos eða safa/djús og eru foreldrar nemenda í 2., 3. og 4. bekk beðnir um að koma með kaffiveitingar. Það er foreldrar nemenda í 2. og 4. bekk komi með eitthvað sætt (s.s. muffins, smákökur, súkkulaðitertur/skúffukökur, tertur/hnallþórur, kanilsnúðar og kleinur) og foreldrar nemenda í 3. bekk komi með brauðmeti (s.s. brauð/kex og salat, flatbrauð, smurt brauð, ávexti, grænmeti og fleira)

Skemmtidagskrá eldra stigs (5. - 10. bekkjar) hefst á sal skólans klukkan 11:00.

Nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 10:45 og sitja þeir með sínum árgangi í merktum sætaröðum á meðan dagskrá stendur.

Foreldrar nemenda í 5. bekk eru beðnir um að koma með tveggja lítra gos eða safa/djús og eru foreldrar nemenda í 6., 7.,  8.. 9. og 10. bekk beðnir um að koma með kaffiveitingar. Það er foreldrar nemenda í 6., 8.  og 10. bekk komi með eitthvað sætt (s.s. muffins, smákökur, súkkulaðitertur/skúffukökur, tertur/hnallþórur, kanilsnúðar og kleinur) og foreldrar nemenda í 7. og 9 bekk komi með brauðmeti (s.s. brauð/kex og salat, flatbrauð, smurt brauð, ávexti, grænmeti og fleira)

Við vonumst til að eiga skemmtilegan dag saman og minnum nemendur og gesti á að mæta tímanlega.

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær