Fjölmenning

Fjölmenning í Háaleitisskóla

Í Háaleitisskóla er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn nemenda okkar sem auðlind.

Í Háaleitisskóla eru allir velkomnir og þar sýnum við menningu allra nemenda virðingu, áhuga og víðsýni. Hér er ekki eingöngu átt við þjóðmenningu tengda upprunalöndum nemenda heldur einnig heimamenningu, þ.e.a.s. þá menningu sem börnin þekkja frá heimilum sínum og stendur þeim næst.

 Í Háaleitisskóla hlúum við að fjölbreyttri menningu innan skólans, til dæmis með fjölmenningardeginum okkar og með fjölbreyttum kennsluaðferðum í skólastarfinu yfir allt árið. Dæmi um slíkt er meðvitund um fjölmenningarlegt námsefni og fjölmenningarlegan efnivið, uppbrot á skólastarfinu tengt ólíkri menningu t.d. menningu heimilanna, matarmenningu, tónlist, leikjum, klæðnaði eða öðru.

Stefna skólans er að fylgja eftir ákvæðum Aðalnámskrár grunnskóla um markmið, kennsluhætti og námsmat í íslensku sem öðru tungumáli. 

Í Háaleitisskóla er námsverið Glaðheimar þar sem nemendur af erlendum uppruna (annað eða báðir foreldrar erlendir, eða börn íslenskra foreldra sem hafa búið erlendis í lengri eða skemmri tíma.) fá kennslu í íslensku til að geta stundað nám með jafnöldum sínum inn í bekk og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi.

Einnig er móttökuáætlun fyrir alla nýja nemendur og skólahandbók á þremur tungumálum, íslensku, pólsku og ensku.

Háaleitisskóli hlaut hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar fyrir Fjölmenningarhátíð skólans vorið 2018.

Hér má sjá handbók sem fræðslusvið Reykjanesbæjar vann að og varðar heildrænan stuðning við nemendur með íslensku sem annað tungumál.

Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.

  • FFGÍR
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær