Skólafélagsráðgjafi
Skólafélagsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi með forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðru sérfræðifólki sem koma að starfi nemenda. Hann er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og leitar lausna í málum þeirra. Skólafélagsráðgjafi hefur sérþekkingu umfram aðrar starfsstéttir á barnaverndarlögum og úrræðum samfélagsins. Hann er tengiliður skólans skv.lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Helstu viðfangsefni eru:
- Veitir nemendum stuðning og aðstoð vegna félagslegra, persónulegra og tilfinningalegra þátta sem hindra að nemandi njóti sín í námi og í félagslegum samskiptum.
- Ber ábyrgð á að greina og meta þjónustuþarfir og skipuleggja úrræði sem hafa áhrif á vellíðan og velferð nemenda.
- Veitir ráðgjöf varðandi ýmis réttindamál sem varða nemendur og gætir þess að ekki sé brotið á hagsmunum þeirra. Forvarnir gegn ofbeldi og andfélagslegri hegðun
- Situr í eineltisteymi skólans og veitir málum sem tengjast forvörnum gegn einelti forgöngu.
- Kemur að gerð forvarnaráætlunar skólans
- Vinnur með nemendum í brottfallshættu, bæði einstaklingslega og í hópavinnu og vinnur
markvisst í að finna úrræði við þeim vanda.
- Sinnir fræðslu og úrvinnslu á ofbeldismálum (bæði líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi).
- Veitir nemendum sem hafa orðið þolendur ofbeldis eða áfalla stuðning og fræðslu ásamt því að greina andfélagslega hegðun nemenda og nemendahópa. Vinnur einnig með gerendum í þeim málum sem upp koma. Samvinna, ráðgjöf og stuðningur við kennara og starfsfólks.
- Veitir kennurum ráðgjöf og stuðning vegna nemendamála sem lúta að líðan, hegðun eða heimilisaðstæðum nemenda.
- Er til staðar og leiðbeinir starfsmönnum sem hafa orðið fyrir áföllum innan skólanna s.s. orðið fyrir ofbeldi af hálfu nemenda, foreldra eða samstarfsfélaga. Samvinna, ráðgjöf og stuðningu við foreldra og forráðamenn.
- Veitir foreldrum/forráðamönnum ráðgjöf og stuðning vegna félagslegra, persónulegra og tilfinningalegra þátta sem snúa að börnum þeirra og geta hindrað að barn geti notið sín í námi og í félagslegum samskiptum.