30. mars 2017

Árshátíð Háaleitisskóla

Árshátíð Háaleitisskóla

Kæru foreldrar/forráðamenn,

senn líður að árshátíð Háaleitisskóla en hún verður haldin föstudaginn 31. mars 2017.

Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag en nemendur mæta í sínar skólastofur kl. 09:15. Frístund  verður lokuð.

Skemmtidagskrá hefst kl. 9.30 á sal skólans og verða þar frátekin sæti fyrir hvern árgang en gestir þeirra fá sæti fyrir aftan. Mikilvægt er að hver bekkur sitji hjá sínum kennara  meðan skemmtanahaldið fer fram. Foreldrar/forráðamenn, eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Eftir dagskrá á sal eru börn í umsjá foreldra/forráðamanna sinna. Afar og ömmur eru að sjálfsögðu líka velkomin. Nemendur sitja með sínum umsjónarbekk þar til öll atriði eru búin.

Eins og þið flest þekkið hefur skapast sú hefð að hafa kaffiveitingar í skólanum fyrir árshátíðargesti að skemmtiatriðum loknum.

Í ár biðjum við foreldra barna í oddatölubekkjum (1.,3.,5. og 7. bekk) að koma með meðlæti. En foreldra barna í bekk með sléttum tölum ( 2.,4., 6. og 8. bekk) að koma með tveggja lítra gos eða safa/ djús.

Skila á veitingunum inn í íþróttahús á veitingaborð frá kl. 09:10 til 09:25 á árshátíðardaginn og minnum við fólk á að taka sín áhöld með heim og einnig að merkja þau vel svo þau komist örugglega öll til skila aftur.

Tillögur að meðlæti:

Muffins, smákökur, Súkkulaðitertur/skúffukökur, Tertur/hnallþórur, kanilsnúðar, brauð/ kex og salat, flatbrauð, smurt brauð, ávexti, grænmeti og fleira.

Við vonumst til að eiga skemmtilegan dag og minnum nemendur á að mæta stundvíslega.

Með fyrirfram þökk og árshátíðarkveðju,

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, skólastjóri.

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær