15. nóvember 2019

Dagur íslenskrar tungu 2019

Dagur íslenskrar tungu 2019

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Háaleitisskóla í dag þar sem fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar  ber upp á helgi í ár. Samkoma var á sal skólans og hún var tvískipt. Fyrst komu nemendur úr fimmta til tíunda bekk saman og fluttu fyrir okkur skemmtileg atriði. Dagskránni lauk svo með flottum atriðum frá nemendum yngsta stigs og elstu nemendum leikskólans Vallar. Í lok dagskránna var samsöngur undir stjórn Ragnars, tónlistarkennara, þar sem allir sungu svo fallega með.

Lestrasprettinum okkar með ljóðaþema lauk í dag og vakti það mikinn áhuga hjá nemendum og kennurum skólans. Einnig var Ljóðasamkeppni í gangi á meðan lestarsprettinum stóð og tóku nemendur virkan þátt í að lesa og semja ljóð. Við þökkum öllum kærlega fyrir virka þátttöku.

Sigurvegarar í Ljóðasamkeppni Háaleitisskóla á yngsta-, mið- og elsta stigi eru eftirfarandi:

  • Emil Akay Tas á yngsta stigi
  • Rudelyn Rós Aileenardóttir á miðstigi
  • Hera Gísladóttir á elsta stigi

Einnig fengu allir nemendur skólans sem sömdu ljóð á sínu móðurmáli sérstaka viðurkenningu fyrir sitt framtak.

Við óskum ykkur öllum til hamingju með dag íslenskrar tungu og hvetjum nemendur til að halda áfram að yrkja ljóð og taka þátt í verkefnum skólans.  

Myndasafn frá deginum

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær