20. nóvember 2017

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar og í tilefni af honum gerum við okkur glaðan dag í skólanum, brjótum upp hefðbundið skólastarf og höfum menningarstund á sal. Nemendur í  1. 3. 5. og 7. bekk skólans fluttu fjölbreytt atriði og nemendur frá leikskólunum Velli og Heilsuleikskólanum Háaleiti stigu einnig á stokk.  Nemendur sungu, léku íslensk orðtök og fluttu ljóð. Einnig var skemmtileg spurningakeppni á milli nemenda í 9.bekk og starfsfólks skólans. Myndir frá deginum eru komnar inn í myndasafnið.    

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær