27. febrúar 2019

Fjölmenningardagur

Fjölmenningardagur

Í dag var fjölmenningardagur í Háaleitisskóla en þá var hefðbundið skólastarf brotið upp og fjölbreytileikanum í skólanum fagnað. Í Háaleitisskóla er fjölbreyttur hópur nemenda frá mörgum löndum og lítum við á ólíkan bakgrunn nemenda okkar sem auðlind. Dagurinn byrjaði með samkomu á sal þar sem boðið var upp á ýmis atriði, m.a. steig á stokk rokkhljómsveit sem skipuð er nemendum í 6. bekk og kór pólskra barna við skólann söng lög. Að samkomunni lokinni fóru nemendur á ýmsar stöðvar í skólanum þar sem m.a. var boðið upp á andlitsmálningu, búnir voru til fánar, skoðaðar og flokkaðar voru bækur á ýmsum tungumálum auk þess sem sýnd voru myndbönd sem nemendur unnu um skólann og afrakstur annarra verkefna tengdum fjölmenningardegi voru til sýnis um allan skólann. Þá var haldið menningarmót á sal þar sem nemendur í 4.  6. og 8. bekk komu með muni að heiman sem þeir sýndu og ræddu um við þá sem komu og skoðuðu. Dagurinn þóttist takast vel og voru nemendur almennt glaðir með að fræðast um og skoða menningu okkar allra í víðu samhengi.

Myndasafn frá deginum má sjá hér.

 

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær