30. október 2025

Háaleitisskóli tekur þátt í Erasmus+ rannsóknarverkefni um náms- og starfsráðgjöf ungmenna.

 Háaleitisskóli tekur þátt í Erasmus+ rannsóknarverkefni um náms- og starfsráðgjöf ungmenna.
Háaleitisskóli tekur þátt í Erasmus+ rannsóknarverkefni um náms- og starfsráðgjöf ungmenna. 
Verkefnið er unnið í samstarfi við Mykolas Romeris háskólann í Litháen og fleiri evrópska samstarfsaðila. Með okkur í verkefninu eru einnig Myllubakkaskóli og 88 Húsið í Reykjanesbæ.
Í fyrsta fasa verkefnisins voru tekin viðtöl við nemendur í 8.–10. bekk ásamt kennurum og öðru starfsfólki sem vinnur með unglingum. Nú hafa niðurstöður þeirra viðtala verið teknar saman og næsti fasi felst í því að kynna þær opinberlega – með það að markmiði að styðja við stefnumótun, faglega umræðu og þróun þjónustu á sviði náms- og starfsráðgjafar fyrir ungt fólk.
Við teljum að niðurstöðurnar geti nýst samfélaginu til að varpa ljósi á þarfir nemenda og möguleika til úrbóta á því mikilvæga sviði sem náms- og starfsráðgjöf er – bæði innan og utan skóla.
  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær