Hafdís Birta og Hafþór Brynjar í úrslit Stóru upplestrarkeppninnar
Í dag voru þau Hafdís Birta Hallvarðsdóttir og Hafþór Brynjar Ívarsson valin úr hópi 5 nemenda í 7.bekk til að vera fulltrúar Háaleitisskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Hljómahöllinni 6. mars. Aðrir keppendur voru þau Helgi Snær Hilmarsson, Wioletta Prawdzik og Karlotta Ólöf Hilmarsdóttir. Öll stóðu þau sig með stakri prýði. Dómnefndina skipuðu þau Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri, Lilja Dögg Bjarnadóttir umsjónarkennari 4. bekkjar og Gyða Arnmundardóttir skólafulltrúi Reykjanesbæjar.