Heilsu- og forvarnarvika Suðurnesja 2017
Heilsu- og forvarnarvika Suðurnesja 2017 er 2. - 8. október. Háaleitisskóli tekur virkan þátt í henni og býður upp á hafragraut á morgnanna fyrir alla nemendur skólans. Einnig er fjölbreytt dagskrá í vikunni.
Mánudaginn 2. október:
Kristján Freyr lögreglumaður (Krissi lögga) kemur í skólann fyrir hádegi og verður með fræðslu um útivistarreglur, umferðarreglur og ýmsu sem tengist notkun hjóla, fyrir stigin. Þ.e.a.s. hann ræðir við hvert skólastig fyrir sig og byrjar að ræða við yngsta stigið kl. 9:00 – 9:25 á sal skólans, miðstigið kemur kl. 9:45 – 10:15 og endað er að ræða við elsta stigið kl. 10:25 – 10:55.
Eftir hádegi kl. 13:05 halda Daníel Guðni og Guðni Erlends. fræðsluerindi um mikilvægi hreyfingar og íþróttaiðkunar fyrir 5., 6., 7., 8. og 9. bekk á sal skólans.
Þriðjudaginn 3. október:
Hafþór Barði Birgisson tómstunda- og félagsmálafræðingur heldur fræðsluerindi um örugga tölvunotkun á sal skólans fyrir hvert skólastig fyrir sig. Byrjað er að ræða við yngsta stigið kl. 9:00 – 9:25 á sal skólans, miðstig kemur kl. 9:45 – 10:15 og endað er að ræða við elsta stigið kl. 10:25 – 11:00.
Fimmtudaginn 5. október:
Hildur umsjónarkennari í 9. bekk og lýðheilsufræðingur heldur erindi fyrir hádegi um svefnvenjur, matarvenjur og hreyfingu. Hún ræðir einnig við hvert skólastig fyrir sig á sal skólans. Byrjað er að ræða við yngsta stigið kl. 8:30 – 9:00 á sal skólans, miðstig kemur kl. 9:45 – 10:15 og endað er að ræða við elsta stigið kl. 10:25 – 10:55.