Heimsókn forseta Íslands
Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid komu í opinbera heimsókn í Háaleitisskóla föstudaginn 3. maí 2019. Þau skoðuðu skólann og borðuðu hádegismat með nemendum. Á meðan þau borðuðu grjónagraut og slátur voru nemendur skólans með skemmtiatriði fyrir þau á sviðinu. Þar komu fram nemendur í 3. bekk sem sýndu dansatriði úr Grease og nemendur úr 4. bekk lásu þulur. Eftir matinn spjallaði forsetinn við nemendur og svaraði skemmtilegum spurningum þeirra. Nemendur skólans voru til mikillar fyrirmyndar og mynduðust skemmtilegar umræður með forseta. Að lokum gaf formaður nemendafélagsins, Sandra Magnúsdóttir Guðna og Elízu sérhannað kort frá nemendum skólans með kveðju á tuttugu tungumálum.
Það var mikill heiður fyrir nemendur og starfsfólk Háaleitisskóla að fá forsetahjónin í heimsókn og sýna þeim okkar fjölbreytta skólastarf.
Myndir komnar í myndasafn.