Krufning á svíni í 6. bekk í náttúrufræði
Nemendur í 6.bekk voru að klára vinnu sína um mannslíkamann og var því tilvalið að skoða brjótshols líffæri svíns sem loka punktinn á þeirri vinnu þar sem líffæri þeirra svipa mjög til lífæra manna. Nemendur skoðuðu hjartað, stóru slagæðina sem liggur úr því og komust að því að þumalputti þeirra passaði inn í æðina, svo sver er hún. Þeir skoðuðu einnig lungu, kennari þræddi slöngu ofan í þau og blés í til að sjá hve stór þau eru og hve mikið loft þau geta geymt. Lifrin og nýrun voru líka skoðuð. Eftir sýnikennslu fengu nemendur að handfjatla öll líffærin(heil) síðan fengu þeir hver og einn skurðhníf og máttu þeir skoða líffærin og skera í þau að vild. Það vakti athygli flestra hve mjúk og svampkemmd lungun eru. Orðatiltækið að eitthvað sé lungnamjúkt er því mjög raunsætt.