28. febrúar 2017

Öskudagur

Öskudagur

 Öskudagurinn er óhefðbundinn kennsludagur í Háaleitisskóla þar sem nemendur taka þátt í ýmsum leikjum og þrautum.  Skóla lýkur kl:11:00 og þá geta þeir nemendur sem eru í mataráskrift fengið sér að borða og fara svo heim. Við hvetjum nemendur til að koma í búningum í skólann í tilefni dagsins. Ekki er leyfilegt að koma með vopn sem fylgja búningum, s.s. sverð, byssur og kylfur. Frístund  verður opin frá kl:11:00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

Hér má svo sjá dagskrá á vegum Reykjanesbæjar : Öskudagur "Got Talent"

Krakkar, eruð þið byrjuð að æfa öskudagsatriðið ykkar?

Ef ekki, þá skuluð þið drífa ykkur í gang, því Öskudagur "Got Talent" fer fram í þriðja sinn í Fjörheimum á öskudaginn þann 1. mars.

Öskudagur er einn þeirra daga sem börnin bíða með mikilli eftirvæntingu. Þá er sköpunarkraftinum gefinn laus taumur og allir mæta í skólann í nýjum hlutverkum sem ofurhetjur, prinsessur, uppvakningar eða hvaðeina annað sem þeim finnst heillandi. Skólastarfið er að sjálfsögðu í takt við þá sem þangað mæta og öskudagsfjör í algleymingi.

Að skóladegi loknum hópast börnin niður í bæ og ganga á milli fyrirtækja, syngja lög sem þau hafa æft og fá að launum smáræðis glaðning. Mörg barnanna leggja mikið upp úr atriðinu sínu og hafa lagt sig fram um að æfa það vel og gera það skemmtilegt.
Þess vegna er gaman að gefa þeim kost á flytja atriðin sín fyrir aðra og frammi fyrir dómnefnd. Veitt verða verðlaun annars vegar fyrir skemmtilegasta atriðið í 1.-3. bekk og 4.-7. bekk og hins vegar fyrir flottasta búninginn og frumlegasta búninginn. Allir krakkar eru því hvattir til að líta við í Fjörheimum til að flytja atriðið sitt og láta smella af sér búningamynd. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum.

"Öskudagur Got Talent" fer fram í Fjörheimum, Hafnargötu 88, á öskudag frá kl. 13 - 15. Skráning er á staðnum og eru allir velkomnir.

Sjá reykjanesbaer.is
 


 

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær