Samningur við Björgunarsveitina Suðurnes undirritaður
Í dag var undirritaður samningur um samstarf við Björgunarsveitina Suðurnes. Næsta skólaár verður nemendum í 9. bekk boðið upp á valgreinina Unglingadeildin Klettur. Nemendur sækja þá þjálfun hjá unglingadeildinni og fá það metið sem val í skólanum.
Markmiðið með samvinnunni eru meðal annars að:
- efla tengsl skóla og Björgunarsveitarinnar
- meta til náms miklar æfingar og nám nemenda varðandi björgunarmál
- hvetja nemendur til þátttöku í starfi Björgunarsveitarinnar
- auka fjölbreytini valgreina
- unglingarnir geri sér grein fyrir mikilvægi góðrar ástundunar
- efla prúðmannlega framkomu og drenglyndi í leik og starfi
Við hlökkum mikið til samstarfsins.