Skólahreysti 2019
Miðvikudaginn 20. mars síðastliðinn tók keppnislið Háaleitisskóla þátt í Skólahreysti. Nemendur hafa æft að kappi í allan vetur í Skólahreystivali undir handleiðslu Ragnars og Lárusar. Keppnislið skólans að þessu sinni var skipað þeim Alexander Erni Ragnarssyni, Tamara Ananic, Nesrine Malek Medaguine og Cesario Albert Duque. Þá voru þau Haflína Maja Guðnadóttir og Solomon Okolie varamenn. Keppnislið skólans stóð sig mjög vel í keppninni en komst ekki áfram í úrslitakeppnina að þessu sinni. Keppendur fengu flottan stuðning frá samnemendum sínum en voru keppendur og stuðningsmenn á sama máli að gera enn betur á næsta ári.
Úrslit (þriðji riðill)