7. ágúst 2019

Skólasetning 2019 - 2020

Skólasetning 2019 - 2020
Skólasetning fyrir skólaárið 2019 - 2020 verður á sal skólans fimmtudaginn 22. ágúst á eftirfarandi tímasetningum:
 
nemendur í 2.- 6. bekk kl. 9:15
nemendur í 7.- 10. bekk kl.10:15
nemendur í 1. bekk kl. 11:15
 
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgi sínum börnum á skólasetninguna.
 
Í framhaldi af skólasetningu á sal fara nemendur í heimastofur ásamt foreldrum/forráðamönnum þar sem þeir fá stutta skólakynningu frá umsjónarkennara.
 
Föstudaginn 23. ágúst hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá hjá nemendum í 2. - 10. bekk. Nemendur í 1. bekk mæta í viðtal ásamt foreldrum/forráðamönnum hjá umsjónarkennara.
  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær