2. júní 2017

Skólaslit skólaársins 2016 - 2017

Skólaslit skólaársins 2016 - 2017

Í dag fóru fram skólaslit skólans fyrir skólaárið 2016 - 2017 við hátíðlega athöfn. Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í skólastarfinu. Velunnarar skólans, KADECO, Kvenfélagið Njarðvík, verkfræðistofa OMR og Kalka veittu m.a. viðurkenningar og er þeim þakkað kærlega fyrir það. Daníel Rafn Einarsson flutti tónlistaratriði við undirleik Geirþrúðar Fanneyjar Bogadóttur frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Foreldrafélag Háaleitisskóla færði skólanum orðabækur og er þeim þakkað kærlega fyrir veglega gjöf. Þá flutti Anna Sigríður Guðmundsdóttir, skólastjóri, ávarp þar sem hún fór yfir skólastarfið í vetur, þakkaði nemendum fyrir skemmtilegt skólaár og óskaði þeim gleðilegs sumars. 

Myndir frá skólaslitunum má sjá á myndasafni skólans.

  • FFGÍR
  • Facebook
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær