Stóra upplestrarkeppnin
Þriðjudaginn 19.mars var undankeppni Stóru-upplestarkeppninnar haldin á sal Háaleitisskóla. Nemendur í 7. bekk, þau Valdís Sara Hilmarsdóttir, Watan Amal Fidudótttir, Ísabella Auður N Matthíasdóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Sæþór Kristjánsson og Viljar Goði Sigurðsson voru í úrslitum undankeppninar og lásu þau valda texta og ljóð. Dómarar keppninnar voru Anna Hulda Einarsdóttir, kennsluráðgjafi hjá fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, og Jóhanna Sævarsdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla.
Voru nemendur í 6. og 7. bekk áhorfendur og gekk keppnin mjög vel þar sem nemendur voru skólanum til mikils sóma. Fulltrúar Háaleitisskóla á lokakeppninni í Hljómahöllinni þann 9. apríl nk. verða þau Ísabella og Sæþór en varamaður er Þorsteinn. Við óskum öllum keppendum til hamingju með góðan árangur.