Sumarkveðja
Á vordögum var skólastarfið brotið upp og áhersla lögð á útiveru og ferðalög. Allir nemendur skólans fóru í ferðalög, 1. og 2. bekkir fóru í ferðalag á Bjarteyjarsand þar sem þeir skoðuðu húsdýr og sóluðu sig í góða veðrinu. 3. og 4. bekkir fóru í Sandgerði og Garð. Þar fóru nemendur í fjöruna við Garðskagavita og týndu ýmsar lífverur sem þeir skoðuðu svo undir smásjá og fóru síðan í skemmtilegan ratleik um svæðið. 5.og 6. bekkur fóru á Úlfljótsvatn þar sem þeir skemmtu sér konunglega í vatnasafarí og þrautabrautum þrátt fyrir rigningu og rok. 7. og 8. bekkur fóru í skemmtiferð til Reykjavíkur þar sem þeir skoðuðu Hallgrímskirkju, Perluna og enduðu ferðina í Smáratívolí.
Myndir úr ferðunum eru komnar í myndasafnið.
Fréttabréf skólans Þotan er komin á heimasíðu skólans en í henni eru skemmtilegar fréttir af skólastarfinu.
Skóladagatal næsta skólaárs.
Starfsfólk skólans óskar ykkur öllum gleðilegs sumars og við hlökkum til að hitta ykkur aftur í haust. Skrifstofa skólans lokar 21. júní og opnar aftur 9. ágúst.