Þemadagar og umhverfisdagur
Miðvikudaginn 22. maí og fimmtudaginn 23. maí eru þemadagar Háaleitisskóla.
Yfirskrift þemadaga er "Við eigum einungis eitt líf og eina jörð" Á þemadögum verður unnið með hluta af Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þ.e. markmið 13: Aðgerðir í loftlagsmálum, markmið 14: Líf í vatni, og markmið 15: líf á landi.
Fræðsla og kynningar verður í boði báða dagana og nemendur vinna að verkefnum tengdum þessu þema.
Nemendur mæta í heimstofu kl. 8.15 og skóladegi lýkur hjá öllum nemendur kl. 13.15. Frístund er opin fyrir þá sem eru skráðir þar.
Föstudaginn 24. maí verður svo Umhverfisdagur í Háaleitisskóla þar sem afrakstur þemadaga verður sýndur í skólanum og skólalóð hreinsuð. Farið verður í útileiki og grillaðar pylsur.
Umhverfisdagur er skertur nemendadagur.
Nemendur mæta í heimastofu kl. 8.15 og skóladegi lýkur kl. 11.15. Frístund er opin fyrir þá sem eru skráðir þar.