Vel heppnaðir þemadagar
Þemadagar voru í Háaleitisskóla 22. og 23. maí síðastliðinn og þóttu þeir takast alveg einstaklega vel. Á öllum skólastigum var unnið með hluta úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, þ.e. Aðgerðir í loftlagsmálum (markmið 13), Líf í vatni (markmið 14) og Líf á landi (markmið 15). Við fengum góða gesti í heimsókn en hann Tómas frá Bláa hernum kom og fræddi okkur um þeirra starf auk þess sem að Líf og Eiríkur frá Gámaþjónustunni komu og fræddu okkur um endurvinnslu. Haldið var skólaþing á unglingastigi þar sem nemendur ræddu sínar hugmyndir varðandi umhverfismál í skólanum. Bornar voru upp tillögur sem síðan var kosið um á þinginu og verður farið nánar yfir þær tillögur sem voru samþykktar á næsta fundi skólastjórnenda. Virkilega fræðandi og skemmtilegir þemadagar.
Í myndasafni má sjá hluta af verkum nemenda sem nú prýða veggi skólans.