9.bekkur á forvarnardegi í Fjörheimum
Í morgun var 9.bekk boðið á forvarnardag í Fjörheimum. Mikil umræða hefur verið að undanförnu um ungt fólk í samfélaginu. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um ofbeldi og vanlíðan ungmenna. Samtakahópurinn (þverfaglegur forvarnarhópur), starfsfólk Fjörheima félagsmiðstöðvar og unglingaráð Fjörheima vill taka höndum saman, láta gott af sér leiða og reyna að finna leiðir til að bæta líðan ungmenna í Reykjanesbæ.
Unglingaráð Fjörheima fékk það verkefni að skipuleggja forvarnardaginn fyrir öll ungmenni í 9. bekk í Reykjanesbæ
Dagskráin:
. Fyrirlestur um ofbeldi og vopnaburð: Krissi lögga
. Fyrirlestur frá barnavernd: starfsmaður frá barnavernd í Reykjanesbæ
. Fyrirlestur um vímuefnaneyslu og afleiðingar: Vímuefnafræðslan VELDU frá Heilsulausnum
. Fyrirlestur um sjálfstyrkingu: starfsfólk Fjörheima