20. janúar 2025

Allt nema skólataska

Allt nema skólataska

Á föstudaginn 17. janúar var allt nema skólataska þema. Það gengur þannig fyrir sig að nemendur máttu nota hvað sem er í stað skólatösku. Það var gaman að sjá hugmyndaflug nemenda. Það var geggjuð þátttaka og þetta lífgaði upp skólastarfsemina. Ruslafötur, fótboltaspil, dýrabúr, örbylgjuofn, eldfastmót og annað frumlegt fengu því nýtt hlutverk og leystu skólatöskurnar af hólmi. Nemendaráðið þakkar öllum sem tóku þátt og höfðu gaman og hlökkum til næsta föstudagsþema.

  • Facebook
  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Heimili og Skóli
  • SAFT
  • Reykjanesbær