Árshátíð Háaleitisskóla frestað
Sú ákvörðun hefur verið tekin vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar að fresta árshátíðum grunnskólanna. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við fræðsluyfirvöld og neyðarstjórn Reykjanesbæjar og er tilgangurinn sá, þrátt fyrir að ekki sé komið á samkomubann, að draga eins og kostur er úr ónauðsynlegum og fjölmennum samkomum.